„Ekkert mál að vera vegan“

Sólin lék við gesti og gangandi á Thorsplani í Hafnarfirði um helgina á hinni árlegu Vegan festival. Samtök grænkera á Íslandi hafa veg og vanda af hátíðinni og segir Aldís Amah Hamilton, formaður samtakana, hana stækka með hverju árinu. „Veganismi er í fyrsta lagi ekkert til að vera hræddur við. Við viljum sýna hana í fallegu og jákvæðu ljósi, ekki bara núna. Veganismi á oft undir högg að sækja frá alls konar hópum í samfélaginu. Þannig að eins og þú sérð hérna að það er ekkert nema ást, gleði, velvild og góður matur sem er mjög mikilvægt. Það er ekki bara salöt svo það sé á hreinu.“