Þýska fótboltaliðið Bayer Leverkusen rak þjálfara sinn, Erik ten Hag, í hádeginu í dag sléttum tveimur mánuðum eftir að hann var ráðinn sem arftaki Xabi Alonso. Ten Hag stýrði áður Manchester United en var látinn taka pokann sinn þar á síðustu leiktíð. Leverkusen hefur náð í eitt stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku deildinni. Þýska dagblaðið BILD segir þó að árangurinn hafi ekki gert útslagið. Ten Hag hafi náð „á undraskjótum tíma að tapa trausti innan félagsins. Samskipta- og félagslega gekk þetta ekki upp milli hans og félagsins,“ segir í BILD. Erik ten HagEPA / Adam Vaughan