Svona heldurðu utan um skjánotkun barna þinna

„Þetta er í raun mjög einfalt og ég held að fólk átti sig ekki á hversu einfalt þetta er,“ segir Guðmundur. Margir hafi leitað til hans eftir ráðum til að halda betur utan um skjánotkun barna og ungmenna nú þegar skólaveturinn er að hefjast. Hann segir lykilinn í flestum tilfellum vera smáforrit sem heitir Family link fyrir Android tæki og Screentime fyrir Apple tæki. Foreldrar eða forráðamenn geti í gegnum þau forrit stillt eftir hentugleika hvenær og hversu lengi börnin geta verið í tækjunum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund Jóhannsson í heild sinni í spilaranum að ofan.