Til þess að flýja menningarnótt, sem mér er ekki mikið um, ók ég áleiðis úr bænum með vini mínum og vini hans. Að vísu var menningarnóttin ekki jafn slæm og oft áður, skipulagið betra, en það borgar sig að reyna að koma sér sem lengst burt frá þessu árlega myrkri um miðdegisbil vegna alls þess umferðaröngþveitis og allrar þeirrar mannmergðar sem það hefur í för með sér, fyrir þá sem ekki hugnast slíkt almennt.