„Það var löng nótt hjá flestum strákunum“

Leikurinn gegn Póllandi kláraðist seint í gærkvöldi og nóttin hjá leikmönnum var erfið eftir því. „Það var löng nótt hjá flestum strákunum. Svo vöknuðum við í morgun og hittumst í morgunmat og fórum að djóka hver í öðrum og bara áfram með lífið sko,“ sagði Jón í viðtali í morgun. Hann segir íslenska liðið hafa sýnt að það eigi heima á þessu sviði. Næst er að mæta Slóveníu sem hefur verið upp og ofan á mótinu. Þeir hafa þó súperstjörnuna Luka Doncic innan sinna raða. „Þeir eru bara á svipuðum stað og við og við þurfum bara að fókusa á að stoppa einn besta körfuboltamann í heiminum og þá er allt opið.“ En hvernig stoppar maður einn besta leikmann í heimi? „Við þurfum að gera þetta erfitt fyrir honum, reyna að þreyta hann og þá kannski verða skotin styttri í endann.“