Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 16. maí og er víða hafinn undirbúningur vegna þeirra. Á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur var samþykkt erindi frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem óskað var eftir því að ráðið feli sviðum borgarinnar að hefja vinnu við þau verkefni sem tengjast kosningunum í borginni. Í Reykjavík verða kosnir 23 borgarfulltrúar til fjögurra ára sem allir munu taka sæti...