Aðspurður segir Craig ekki vera jafnósáttur og hann var í gærkvöldi. „Nei! Við þurfum að koma okkur áfram frá gærdeginum,“ segir Craig. „Til að geta spilað góðan leik gegn Slóveníu þurfum við að einbeita okkur að þeim núna.“ Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að líta fram á veginn. „Á móti eins og þessu er allt svo þétt að það má ekki láta slæman leik eða mótlæti í dómgæslu hafa áhrif á næsta leik af því það mun bara vinda áfram upp á sig,“ segir Craig. Er hægt að stöðva Doncic? Slóvenar hafa Luka Doncic innan sinna raða. Það er augljóst að hann ber uppi leik þeirra en við því er kannski lítið að gera. „Ég held að ekkert lið geti stöðvað hann í augnablikinu. Ég veit ekki einu sinni hvort við getum haft hemil á honum,“ segir Craig.