Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.