Tvær sögur

Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi árið 1929 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1934, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Sjö kynslóðir fjölskyldunnar höfðu búið í Frankfurt.