Músíkalska parið Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Olgeirsson hafði lengi langað að gera vögguvísuplötu og létu drauminn rætast með Lúllabæ. Þau langaði ekki endilega að gera bara vögguvísur sem slíkar heldur sambland af lögum sem þeim finnst falleg og hugljúf, lög sem koma héðan og þaðan. Lögin koma úr söngleikjum og teiknimyndum og eru þjóðlög og klassísk sönglög. Þrjú lög eru fumsamin eftir Karl Olgersson og eitt er áður óútgefið lag eftir Magga Eiríks sem gaf plötunni nafnið sitt; Lúllabæ. Það er Sigga Eyrún sem syngur lögin á Lúllabæ en Karl Olgeirsson spilar á píanó, Þorgrímur Toggi Jónsson er í flestum lögum á kontrabassa og Lára Björk Hall er gestasöngvari í einu lagi. Sigga Eyrún mætti með Lúllabæ í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og spjallaði um ferilinn og plötu vikunnar.