Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna

Birkir Bjarnason er hættur í atvinnumennsku í fótbolta. Hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Birkir spilaði 113 landsleiki fyrir Íslands og skoraði í þeim 15 mörk. Hann er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hann var með Íslandi á EM 2016 og HM 2018 og skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði í 1-1 jafntefli við Portúgal á Evrópumótinu. Birkir spilaði með yngri flokkum KA en flutti ungur til Noregs og hóf Meistaraflokksferil sinn með Viking í Stafangri. Utan Noregs spilaði hann lengst af á Ítalíu, með Pescara, Sampdoria og Brescia en hann spilaði einnig í Belgíu, Sviss, Englandi, Katar og Tyrklandi.