Náðu loks sambandi við Google sem leiðrétti villuna
Google Maps hefur nú „opnað“ fyrir umferð á Reykjanesbraut, en á forritinu hafði hún verið skráð lokuð síðasta sólarhringinn. Vegfarendum var bent á að aka um Krýsuvíkurveg í staðinn, sem að sögn Vegagerðarinnar hefur líklega aukið umferð þar.