Framkvæmdastjóri lækninga snýr aftur úr leyfi

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítala, snýr aftur úr leyfi 1. desember. Þetta var ákveðið í samráði Ólafs og forstjóra Landspítala, Runólfs Pálssonar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landspítala. Ólafur hefur á undanförnum þremur árum unnið að verkefnum fyrir heilbrigðisráðuneytið og fyrir Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi og vinnur nú að lokafrágangi þessara verkefna, að því er segir í tilkynningu. Ólafur Baldursson.Landspítali