Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða.