Þorbjörg og Snorri tókust hart á um hinsegin málefni

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir viðtal í hlaðvarpinu Ein pæling þar sem hann ræddi stöðu hinsegin fólks. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hann er Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78. Snorri og Þorbjörg mættust í Kastljósi í kvöld og tókust á um hvort raunverulega sé bakslag í málefnum hinsegin fólks. Umræður þeirra hefjast þegar tvær mínútur og fjörutíu sekúndur eru liðnar af þættinum.