Þarf mikið til að hann biðji um skiptingu

„Þetta var geggjuð frammistaða hjá strákunum. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti frábæru liði. Ekki bara knattspyrnulega heldur gegn líkamlega sterku liði. Við svöruðum eftir vonbrigðaúrslitin á föstudaginn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á fréttamannafundi eftir glæsilegt jafntefli gegn Frakklandi í kvöld.