Starir leigja Flókadalsá til tíu ára

Veiðifélag Flókadalsár og Starir ehf undirrituðu í gær leigusamning um Flókadalsá til tíu ára. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi þriggja stanga á er leigð til félags en fram til þessa hafa landeigendur séð um að selja ána.