Miðaverð á stórtónleika úti í heimi hefur rokið upp síðustu ár. Nýjar tölur frá Bretlandi sýna að meðalverð hefur hækkað um 521% frá 1996 til 2025, úr 17 pundum í 106 sem er um 17 þúsund íslenskar krónur. Þessar tölur taka til allra tónleika en ef bara er horft til stórra tónleika verður myndin öllu svartari.