„Það eru einhverjir klukkutímar eftir“

Talsverður eldur logar í þaki iðnaðarhúsnæðis við höfnina á Siglufirði. Slökkvistörf eru í fullum gangi og slökkviliðið á Siglufirði nýtur aðstoðar frá slökkviliðinu á Dalvík og Akureyri. Alls taka á fimmta tug slökkviliðsmanna þátt í viðbúnaðnum að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð. Þá aðstoða lögregla og björgunarsveitir við að tryggja vettvang. Jóhann segir eldinn virðast einskorðast við brunahólf á efstu hæð húsnæðisins, sem tilheyrir fyrirtækinu Primex. Notast er við tvo körfubíla við að slökkva eldinn ofan frá. Eldur logar í þaki iðnaðarhúsnæðis við höfnina á Siglufirði. Slökkviliðið nýtur aðstoðar frá Dalvík og Akureyri. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamður og Kristófer Óli Birkisson tökumaður eru á vettvangi og náðu þessum myndum af slökkvistarfinu á ellefta tímanum. Útkallið barst um klukkan átta í kvöld. Jóhann segir engan hafa slasast í eldinum. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var enginn í húsnæðinu þegar eldurinn kom upp. Eldur logar í þaki iðnaðarhúsnæðis við höfnina á Siglufirði. Slökkviliðið nýtur aðstoðar frá Dalvík og Akureyri.