Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd.