Kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi

Eldur kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út um klukkan hálf sex í morgun. Eldurinn reyndist vera í bílakjallara hússins. Slökkviliðið var fljótt að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum eru enn á staðnum til að reykræsta. Slökkviliðsbíll.Þórgunnur Oddsdóttir