Rússar réðust með drónum og stórskotaliðsárásum á bílalest Sameinuðu þjóðanna sem flutti hjálpargögn til Kherson í Austurhluta Úkraínu. Þetta segir úkraínskur embættismaður, Oleksandr Prokudin, á samfélagsmiðlum. Hann segir að fjórir bílar hafi verið þar á ferð saman, einn þeirra sé gjörónýtur og annar mikið skemmdur. Andriy Sybiga, utanríkisráðherra Úkraínu, segir þetta brot á alþjóðalögum en hvorki hafa borist viðbrögð frá Sameinuðu þjóðunum né Rússum.