Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna tveggja tilrauna til að smygla miklu magni fíkniefna til landsins. Bæði málin komust upp við eftirlit tollgæslu og lögreglu þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í síðasta mánuði. Í fyrra smyglinu fundust sjö kíló af kókaíni. Í því síðara fundust fimmtán kíló af ketamíni og fimm kíló af MDMA-kristal. Aldrei hefur fundist jafn mikið ketamín í einu brotamáli. Fréttin verður uppfærð.