Innleiðing nýs landamæraeftirlitskerfis, Entry Exit, hefur gengið vel síðustu daga, að sögn Ómars Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Þetta gengur vel. Við erum að innleiða þetta nýja kerfi eins rólega og við mögulega getum. Eins og við er að búast koma fram áskoranir á upphafsstigum en við erum bjartsýn hvað framhaldið varðar.“ Ómar segir tugi hafa farið í gegnum kerfið síðan það var tekið í notkun á sunnudag . Fólk sé alla jafna enn að fara í hefðbundna afgreiðslu hjá landamæraeftirlitinu. Nýtt landamæraeftirlitskerfi var tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.RÚV / Ragnar Visage