Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum fyrir Kadetten Schaffhausen þegar liðið vann 30-22 sigur á spænska liðinu Ademar Leon, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Evrópudeildinni í dag.