Tindastóll á siglingu í Evrópu

Tindastóll hafði í raun öll völd á vellinum frá byrjun leiks og í hálfleik var staðan orðin 59-42 fyrir heimamenn. Ragnar Ágústsson var stigahæstur Skagfirðinga með 28 stig og Taiwo Badmus bætti við 22 stigum. Næsti leikur Tindastóls í keppninni verður í Tékklandi á mánudag á móti BK Opava. Tindastóll hefur nú unnið báða leiki sína í Norður-Evrópukeppninni til þessa.