AP / Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar að leggja refsitolla á Spán vegna varnarmálaframlags ríkisins sem hann telur of lítið. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa skuldbundið sig til að auka framlög til öryggis- og varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu tíu árum. Spánn, sem ver hlutfallslega minnstu í varnarmál af ríkjum bandalagsins, hefur lýst því yfir að ekki verði einblínt á að mæta fjárhagslegum kröfum. Þess í stað verði áhersla lögð á að tryggja varnarlega getu ríkisins. „Mér finnst þetta mikil vanvirðing við NATO. Raunar er ég að íhuga að leggja á þá viðskiptarefsingar með tollum,“ sagði Trump á blaðamannafundi.