Það var vitað fyrirfram að það yrði við ramman reip að draga fyrir Íslands- og bikarmeistarana í Fram. Nokkrir sterkir leikmenn liðsins hafa glímt við meiðsli að undanförnu, úrslit hafa ekki endilega alltaf fallið Fram í hag í byrjun leiktíðar og svo er Porto firna sterkt lið. Enda kom það á daginn að Porto náði snemma forystunni og leiddi með fimm marka mun í hálfleik, 16-11. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með sjö mörk og Theódór Sigurðsson skoraði sex mörk. Fram mætir norska liðinu Elverum í næsta leik Evrópudeildarinnar en fjórða lið riðilsins er Kriens-Luzern frá Austurríki.