Skjálfti undir Ingólfsfjalli

Skjálfti af stærðinni 2,3 varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandi klukkan 20:14. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Selfossi. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir að þó skjálftinn hafi ekki verið stór hafi hann fundist vegna þess hve nálægt byggð hann varð, auk þess sem upptökin voru aðeins á um eins kílómetra dýpi. Elísabet segir skjálftann hafa orðið á þekktu skjálftasvæði. Einhverjir minni eftirskjálftar geti orðið. Fréttin verður uppfærð.