„Andlitsmyndir Sigurjóns eru veigamikill hluti af lífsverki hans, en skráðar eru um 200 mannamyndir sem hann vann á 60 ára tímabili,“ segir Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara og stofnandi safns hans á Laugarnesi í Reykjavík, um nýja sýningu á völdum portrettum Sigurjóns.