Alltaf skemmtilegt að spila við Færeyjar

„Þetta leggst mjög vel í okkur. Það er stuttur undirbúningur fyrir þennan leik en við fengum náttúrlega æfingaviku í september og leik í Danmörku sem við nýttum vel. Það var góð reynsla sem við tökum með okkur inn í leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við mbl.is fyrir æfingu í Framhúsinu í dag.