„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á því­líkan heiður skilinn“

Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn.