Fræðimenn rannsaka kynlífsleysi

„Kynlífsleysi tengist lakari andlegri heilsu órofa böndum,“ segir rannsakandinn Laura Wesseldijk við sænska ríkisútvarpið SVT og bætir því við að niðurstöður bendi til þess að fullorðið fólk sem aldrei hefur stundað kynlíf með annarri manneskju drekki minna áfengi, reyki síður og hafi almennt aflað sér meiri menntunar en hinir.