Fyrir árslok munu Bretar hafa útvegað Úkraínumönnum 85 þúsund árásardróna. Auk þess ætla Bretar að senda drónasérfræðinga til Moldóvu. Yvette Cooper er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Pool Getty / Charles McQuillan Utanríkisráðuneytið breska greindi frá þessu í aðdraganda fundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag. Ráðuneytið segir tilganginn að sýna Rússum að Bretar og önnur ríki bandalagsins séu reiðubúin að auka aðstoð við Úkraínumenn til að þvinga Vladimír Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu.