Fólk á öllum aldri þarf að komast í öruggt skjól.EPA / SERGEY KOZLOV Íbúum 27 þorpa og bæja umhverfis úkraínsku borgina Kupyansk hefur verið gert að forða sér. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda þurfa 409 fjölskyldur með 609 börn að koma sér í öruggt skjól. Borgin er í Kharkív í norðausturhluta Úkraínu og hefur mánuðum saman verið umkringd rússnesku herliði sem hefur gert látlausar árásir á hana. Rússar leggja mikið kapp á að ná Kupyansk því þá opnast leið fyrir herinn til vesturs til mið- og austurhéraða Úkraínu.