Fólki án fastrar búsetu fjölgar í Finnlandi. Mynd frá Helsinki úr safni.Wikimedia / Diego Delso Fólki án fastrar búsetu virðist vera að fjölga í Finnlandi, annað árið í röð. Í fyrra voru alls 3.800 manns í þeirri stöðu, bæði tímabundið og til langframa, og fjölgaði í fyrsta skipti síðan árið 2012. Um það bil eitt þúsund hafa verið án heimilis lengi. Finnska ríkisútvarpið YLE hefur þetta eftir Teiju Ojankoski, sem fer fyrir Y, samtökum sem styðja við bakið á heimilislausu fólki í landinu. Hún áréttar að opinberum tölum hafi ekki verið safnað saman en gögn samtakanna bendi til fjölgunar fólks án heimilis. Markmið ríkisstjórnar Petteris Orpo er að útrýma langvarandi heimilisleysi fyrir árið 2027.