Vildu bregðast við sterku á­kalli fólks sem hafði misst skyndi­lega

Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi.