Tíminn leiðir í ljós tjónið eftir brunann hjá Primex
„Það eina sem við getum gert á þessari stundu er að vera bjartsýn og vona hið besta,“ segir forstjóri Ísfélagsins, eiganda Primex á Siglufirði þar sem mikið tjón varð í eldsvoða í fyrrakvöld. Um 25 manns starfa hjá fyrirtækinu og eru þeir slegnir.