Mild vestanátt víða um land

Það blæs nokkuð á norðanverðu landinu en sunnan til á landinu verður mun hægari vindur. Víða súld eða lítils háttar rigning í dag en lengst af skýjað á Austfjörðum og Austurlandi. Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu, en hægari sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti sex til fjórtán stig, mildast suðaustanlands. Fremur hæg breytileg átt á morgun, en suðvestan fimm til þrettán norðvestantil. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað, en léttskýjað norðaustanlands. Hiti þrjú til tíu stig yfir daginn.