Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum.