„Vonandi að þeim líði vel“

„Við erum bara spenntar að takast á við þetta verkefni og fá vonandi smá sjálfstraust fyrir næsta mót. Þetta er svolítið breyttur hópur þannig að það er mjög gott að fá svona alvöru leiki,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við mbl.is fyrir æfingu í Framhúsinu í gær.