Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur.