Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á?