Tönn fyrir tönn og auga fyrir auga

Glæpasagan Lokar augum blám eftir Margréti S. Höskuldsdóttur gerist í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ, einkum í Dýrafirði og Önundarfirði. Fiskeldi í fyrrnefnda firðinum dregur dilk á eftir sér og gamlar syndir á svæðinu koma upp á yfirborðið.