„Þetta leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að koma saman og gaman að vera með þessum stelpum,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í Framhúsinu í Úlfarsárdal í gær.