Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.