Sú tillaga innviðaráðherra að sameina sveitarfélög með færri íbúa en 250 fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor fær dræmar undirtektir í umsögnum fámennra sveitarfélaga. Í umsögn Kaldrananeshrepps er því mótmælt „að svipta sveitarfélög sjálsákvörðunarrétti sínum og íbúa lýðræðislegum réttindum.“ Í umsögn Árneshrepps, sem einnig er með færri íbúa en 250, segir að Árneshreppur leggist gegn umræddri breytingu. […]