„Hvað var það sem þessar konur gerðu, sem voru á settinu á túr?“ spurði Steiney Skúladóttir í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Steiney var gestur í þættinum ásamt Baltasar Kormáki og Guðmundi Benediktssyni. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan. Steiney sló á létta strengi þegar rætt var um ummæli leikstjórans Baldvins á Rás 2, þar sem hann nefndi skapstyggar konur á túr, þegar rætt var um mögulegar uppákomur á tökustað. Baldvin viðurkenndi í kjölfarið að ummælin hafi verið gamaldags og hallærisleg. „Voru þær með hníf? Neituðu þær að vera í buxum og blæddu yfir allt settið?“ spurði Steiney lauflétt við góðar undirtektir. Horfðu á Vikuna með Gísla Marteini í Spilara RÚV.