Íslenska kvennalandsliðið i handbolta byrjar undankeppni sína fyrir EM 2026 í kvöld með leik við Færeyjar í Úlfarsárdal. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á von á hörkuleik og segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tala niður til Færeyinga.