Var á meira en 130 km hraða þegar hann ók á konuna

Ökumaður sem ók á konu á Sæbraut í Reykjavík í september í fyrra með þeim afleiðingum að konan lést samstundis var á meira en tvöföldum hámarkshraða þegar slysið varð. Gögn sýna ýmist að hann hafi ekið á 132 eða 143 km hraða.